Singles Day er handan við hornið!

Þá fer að koma að þessu, 11/11 verður haldinn í 6. sinn þetta árið!
 
Ár hvert er þetta einn stærsti netverslunardagur landsins ef ekki sá stærsti. Heimasíðan okkar 1111. is er heldur betur orðin flott og heldur utan um þetta konsept sem ég kom af stað og heldur bara áfram að vaxa og dafna. Þar verða sem áður logo frá fyrirtækjum, 2-3 setningar um hvaða tilboð þau eru að bjóða og svo linkur beint á síðuna þeirra, en nú verða þau einnig í undirflokkum. það var ótrúlega gaman og vel heppnað síðast og nú endurtökum við leikinn.
 
Það er búið að bóka birtingar m.a. í Fréttablaðinu, mbl.is, útvarpi og hjá áhrifavöldum. Svo verður bannerum dreift á allar verslanir sem taka þátt og fleiri. Við hjálpumst svo einnig öll að við það að dreifa því eins og alltaf. Endilega skráðu þig ef þín verslun hefur áhuga á að vera með.
 
Endilega skráðu þig ef þín verslun hefur áhuga á að vera með.
 
Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur spurningar.
 

Kveðja,  Brynja Dan og 1111 teymið.

SKRÁÐU ÞITT FYRIRTÆKI HÉR